mánudagur, janúar 22, 2007

Gleði út í eitt

Ég vil nú byrja á að þakka fyrir kveðjur og hlý orð í minn garð ;)

Það ber helst til tíðinda um þessar mundir að skólinn er byrjaður aftur og ekki er laust við að undirrituð sé nú bara pínulítið löt og ekki alveg í stuði fyrir þetta allt saman. Það fara nú ansi margar klukkustundir í að bruna á milli suðvestur-hornsins og norðurlands-vestra, þær fara þó ekki alveg til spillis því við ég hef jafnan haft alveg frábæra ferðafélaga. Fyrir utan það að auðvitað á maður alltaf að vera jákvæður ekki satt?
Eftir að hafa unnið í Útilíf um jólin fékk ég alveg nóg og tók til minna ráða...sem sagt sagði upp. Það var alveg ágæt ákvörðun hjá mér því síðan þá hef ég verið bara nokkuð dugleg að skreppa út með mínum heitt elskaða. Það sem við höfum tekið okkur fyrir hendur er m.a. kayakróður hér um sundin blá. Ég fór í einn minn ævintýralegasta róður nú ekki alls fyrir löngu. Hann byrjaði nú eins og svo margir aðrir frekar rólega og ákvað ég þá að taka til minna ráða og prófa að surfa...það var svo sem ekki að spyrja að því ég lenti á bóla kafi og báturinn séri öfugt. Ekki varð mér meint af volkinu heldur bara nokkuð ánægð með sjálfa mig fyrir að hafa prófað. Naglinn hjálpaði mér svo að tæma bátinn og héldum við því síðust af stað. Við vorum nokkuð á eftir hópnum ásamt 3 öðrum ræðurum og rérum við norður fyrir Viðey. Þegar þangað var komið þurftum við heldur betur að taka á og róa eins og skeppnur eins hratt og við gátum, ástæða þess var að inn komu risastórar mannætu-öldur. Þær munu hafa verið allt að 4 m háar. Já heldur betur skemmtileg upplifun það.
En við höfum ekki verið við eina fjölina felld heldur höfum við skellt okkur nokkru sinnum í ísklifur í frostinu og rennt okkur á snjóbretti/skíðum. Ég verð nú bara að segja að það er mikil tilhlökkun fyrir vetrinum og vona að veður-guðirnir gefi okkur mikinn snjó og frost.
Ef ykkur langar að gera eitthvað hvort sem það er sunnan eða norðan heiða þá er bara að bjalla...
Að lokum ætla ég að bjóða ykkur upp á nokkrar myndir svona í tilefni dagsins


Í Hlíðarfjalli

Frábær dagur hjá Jónasi Bond og Söndru

Ölli og Teitur klárir í slaginn

Endalaust hamingjusöm