sunnudagur, nóvember 12, 2006

Vangaveltur um hár

Hár, flestir hafa það á kollinum og öðrum líkamspörtum. Þó eru ekki allir svo lánssamir og aðrir kjósa að hafa ekkert hár. Hár er eiginlega tilgangslaust, það veitir nú ekki mikið skjól gegn þrálátum norðanvindum fyrir utan að fjúka allt framan í mann og byrgja manni sýn þá endar það í einni flækju sem tekur langan tíma að greiða úr.
Það er dýrt að vera með hár. Hárvörur eru ótrúlega dýrar, það er auðvitað ekki nóg að eiga eitthvað ódýrt sjampó með góðri lykt. Ónei maður þarf að eiga góða hárnæringu líka og auðvitað flókasprey, hitavörn, sléttuspray, krulluspray, sléttujárn, hárblásara o.m.fl. Það er heldur ekki ókeypis að fara í litun og klippingu og aldrei er maður ánægður. Tekur mann viku að jafna sig, jafnvel þó hárið sé alveg eins og síðast. Svo er líka alveg bannað að klippa svo mikið sem einn sentimeter af því án þess að maður þurfi beinlínis áfallahjálp.
Maðurinn minn er í sífelldu stríði við hárið mitt. Ekki það að hann vilji hafa mig hárlausa, heldur finnst honum ég fara óþarflega mikið úr hárum. Næstum eins og hundur bara. Hann sér hár út um allt og er sérstaklega duglegur að tína þau af jökkunum og peysunum mínum. Ég er honum innilega þakklát fyrir það, ásamt allri þolinmæðinni sem hann sýnir hárinu mínu þegar hann vaknar með það í andlitinu.
En ástæðan fyrir því að ég svona mikið að pæla í hári akkurat þessa stundina er sú að ég mældi það áðan. Það er hvorki meira né minna en 58 cm að lengd sem er rúmlega einn þriðji af hæð minni. Rótin er örugglega 2.5 cm sem þýðir að ég verði að fara í litun til að fylgja örugglega tískustraumum. Það segir okkur að 55.5 cm af hárinu á mér er litað og ekki orginal.
Ég á í týpísku love-hate sambandi við hárið á mér, sem er grát broslegt. Því ef öll heimsins vandamál væru jafn smávægileg og þetta væri heimurinn örugglega fallegri en hann er í dag.

fimmtudagur, nóvember 09, 2006

Í kuldann á klakanum

Halú
Fyrst að ég er í engu stuði til að læra er best að ég skrifi bara smá pistil í staðinn. Égkom til landsins í gær eftir að hafa verið í heila 9 daga í Ameríku, var aðeins lengur en áætlað var. Við Nína vorum nefnilega veðurteftar í Bostoníu og ef það er ekki lögleg afsökun fyrir að mæta ekki í skóla þá veit ég ekki hvað. Jæja það var nú svo sem frí, þar að auki er ekki mætingarskilda í háskóla.
Ferðin var alveg frábær og ég var ekki dugleg að skokka. En ég var mjög dugleg við margt annað s.s. versla. Núna er dótið mitt dreift um alla stofuna á Leifsgötunni og ég stakk af til Hóla. En það er allt í lagi því ég fer heim aftur á morgun og ætla að taka bara til þá.
Í stofunni á Leifs er nú að finna mikið úrval skemmtilegs varnings. Reyndar er þetta svo mikið að ég gæti opnað nokkrar litlar búðir. Enda tæmdi ég nokkrar búðir í Ameríku.
Já ég var nú nokkuð stórtæk í þessu öllu saman og keypti nokkrar ljósakrónur, glerdiska, risa spegil, og hillu ásamt tonni af jólaskrauti. Þess má nú geta að þetta komst allt heilt til landsins mér til mikillar ánægju. Hlakka líka til að fara skreyta heimilið mitt með öllu fína dótinu. Sem betur fer þótti Ölla líka dótið fínt, annars hefði nú verið illt í efni. Því þá hefði ég þurft að hengja það upp í geymslunni og eyða þar svo löngum stundum til þess að njóta þess að horfa á það.
Já auðvitað keypti ég margt fleira. Ég keypti svo mikið af snyrtivörum að ég gæti málað mig í öllum regnboganslitum án þess að þurfa að skammast mín. Sölukonan í MAC var mjög góð í að selja og ég tók alveg mark á henni þótt hún væri máluð eins og indjáni á leiðinni á uppskeruhátíð.
Hmm ekki má gleyma hinum langþráðu GULLSKÓM, úff loksins fann ég þá og þeir mig. Við fundum hvort annað í Aldo, þarf ekkert að taka það fram að hér voru fagnaðarfundir á ferð. Keypti líka öðruvísi skó, en þeir skipta minna máli. Samt mjög flottir.
En ég gerði líka margt annað sem ég ætla að segja ykkur seinna frá. Kannski á morg ef ég á erfitt með að einbeita mér að bókunum.