mánudagur, október 30, 2006

Bostonía

Halú allir saman

Ferðin gekk vel, var svolítið löng. Fluginu seinkaði og flugið var klst lengur en áætlað var, en mér finnst aldrei leiðinlegt að vera í flugvél. Þegar við vorum að bíða eftir töskunum kynntist ég bandarískum manni, já ekki nóg með það heldur var hann að koma af Króknum og ég hef oft heyrt talað um hann. Fyndið að kynnast honum svo í Bostoníu.
Við fengum konunglegar móttökur á flugvellinum. Ásdís var svo yndisleg að koma á bílnum sínum, sem er nú eiginlega bara limmósína. Leiðin lá heim til Láru í kósý íbúðina hennar, þar sem við ætlum að hafa aðsetur næstu daga. Þó við værum orðnar pínu þreyttar hlakkaði okkur til að hitta hinar stelpunar líka. Við skelltum okkur á frábæran shusi veitingastað sem er hér rétt hjá. Ótrúlega gott nammi namm. Síðan röltum við heim til Láru og spjölluðum yfir hvítvíni og öðrum léttum drykkjum. Frábær kvöldstund.
Við Nína vöknuðum alveg eldsnemma og greyið Lára vaknaði við lætin í okkur. Við kíktum aðeins á T.V. og kúrðum ofan í sængina okkar. En það var svo gott veður að ég skellti mér í skokk gallann. Vá hvað það var frábært að fara út í sólskinið með dúndrandi tónlist í eyrunum. Skokkaði í Fenjagarði sem er bara fimm mín frá heimilinu hennar Láru. Það voru ótrúlega margir að skokka, hef bara aldrei séð svona marga skokka í einu. Frábær garður með miklum gróðri, fenjum, krúttí íkornum og fuglum. Hlakka til að fara út aftur á eftir í góða veðrið. Ætlum að hitta Silju og Erlu á eftir meðan Láran gluggar í bækur.
Góða skemmtun...

sunnudagur, október 29, 2006

Sunnudagur-AMERÍKA

jahá í dag er ég leiðinni til AMERÍKU í fyrsta skipti. Legg af stað eftir nákvæmlega tvo tíma. Ölli minn ætlar að skutla prinsessunum út á völl eins og sönnum herramanni sæmir. Það er gott veður hér í Reykjavíkurborg og ekki skemmir það góða skapið.
Það er margt sem ég hlakka til að skoða og sjá enda finnst mér skemmtilegast í heimi að rannsaka og skoða nýja hluti. Og ég ætla ekki bara að rannska búiðir ;) heldur reyna að kynnast BOSTONÍU aðeins. Svo hlakka ég líka ótrúlega mikið til að skokka í Bostoníu, skreppa í einhvern garð og skokka með fullt af fólki. Sagan segir að það sé mikil skokk menning á þeim bænum. Hver kannast ekki við hið víðfræga Boston maraþon?
Hlakka líka til að hugsa ekkert um skólann í heila viku, veit samt fyrir víst að samviskubitið eigi eftir að banka á sálartetrið þegar ég setst á skólabekk aftur...EN ÞAÐ ER SEINNI TÍMA VANDAMÁL!!!
En fyrst og fremst hlakka ég til að vera með vinkonum mínum. Alveg komin tími fyrir heljarinnar stelpupartý. Og í kvöld fara 6 íslenskar stelpur út að borða á shusi stað. nammi namm. En við höfum allar þekkst í mörg mörg ár og æfðum allar með Þrótti í gamla daga.
jæja verð að fara hafa mig til!!! Flugið bíður víst ekki. Fylgist með á síðunni næstu daga og fáið fréttir frá SKVÍSUNUM Í AMERÍKU...

bless bless

fimmtudagur, október 26, 2006

Hnúka brölt

Aha nú eru bara þrír dagar í AMERÍKUNA mína, LÁRUNA mína og FLEIRA skemmtilegt fólk með NÍNUNNI minni. Get nú ekki sagt að einbeitingin sé mikil í skólanum akkurat þessa stundina, er að fara í bæinn eftir rúmlega klst. Næstu tvo daga verð ég svo að vinna í Útilíf, gaman að því.
Er búin að vera skoða myndir í tölvunni minni í morgun. Er að spá í að deila nokkrum þeirra með ykkur. Þær eru frá fyrstu ferð Sæma á Hnúkinn, þess má geta að Nancy skólasystir mín var líka með okkur. Þetta var líka hennar fyrsta ferð. Upprennandi fjallamenn þar á ferð.















Nancy skólasystir















Sæmi bróðir















Ég að gera línuna klára















Toppamynd af okkur Sæma














Nancy á toppnun

miðvikudagur, október 25, 2006

Menningarlíf

Já, nú eru ekki nema 4 dagar í Bostoníu. Hef aðeins verið að kynna mér á netinu hvað er hægt að bralla og það er nú ýmislegt spennandi í boði. Ég er orðin svo spennt að ég get nú með engu móti einbeitt mér í skólanum. Verð að taka mig á svo ég eigi nú örugglega skilið að kaupa mér eitthvað fallegt!?! Svo sem gullskó og fullt af kremum. Ég alveg elska krem.
Mér til mikillar ánægju skuldaði Vísa mér aftur pening. Annan mánuðinn í röð. Held að ég kaupi mér eitthvað fallegt fyrir hann.
Til að slaka aðeins á spenningnum fyrir Ameríku ferðinni var ég dugleg að stunda íslenska menningu með naglanum mínum um síðustu helgi. Fyrst sáum við Amadeus í Borgarleikhúsinu, verð nú að segja að það verk heillaði mig nú ekki upp úr skónum. Hilmir Snær var góður í sínu hlutverki sem Salieri. Búningarnir voru ágætir og í takt við þann tíma sem leikritið á að gerast á, en leikmyndin var ömurleg. Í hrópandi ósamræmi við búningana, hún var að mestu byggð upp á silvurlituðum spónarplötum og leikmunum klæddum með álpappír. Greinilegt að menn eru að spara peninga á þeim bænum.
Það fer líka í taugarnar á mér að þetta verk á sér líklega ekki í stoð í raunveruleikanum. Salieri og Mozart þekktust líklega á þessum tíma en litlar heimildir eru til samskipti þessara manna. En í leikritinu er Salieri gert upp að vera illilega í nöp við Mozart og koma honum út á hálan ís. Fyrir sakir Salieri fær Mozart enga vinnu og getur ekki séð fyrir fjölskyldu sinni. Salieri "myrðir" því Mozart óbeint. Það sem fer í taugarnar á mér er að það er ekkert sem segir að Salieri hafi verið slæmur maður en líklegt er að þeir sem sjá verkið myndi sér þá skoðun á hinum.
Í leikritinu er Mozart hinn mesti sóðakjaftur með prump og rassa á heilanum. Ákaflega einkennileg mynd af tónskáldi.
En við fórum ekki bara í leikhús heldur líka í bíó. Við sáum Mýrina. Ég var öllu hrifnari af því verki. Fannst myndin bara nokkuð góð og ekki laust við að manni hafi þótt vænt um litla heilann í lok myndarinnar. Fannst þó að spara hefði mátt allar þessar bílasenur.
Við skötuhjú skruppum líka á Landnámssýninguna 871 -+2. Gríðarlega flott sýning og vel unnin. Mæli með því fyrir hvern þann sem vill kynnast landnámsárunum í Reykjavík að skella sér á þessa sýningu. Sýningin byggist að miklu leiti upp á margmiðlun og sá þáttur er vel unnin og gefur manni góðar hugmyndir um fyrri tíma. Sýningin er mjög ólík Landnámssýninguni í Borgarnesi sem er líka mjög skemmtileg.

hafið það gott í bili...
Villý

miðvikudagur, október 11, 2006

AMERÍKA!!!!!

Ég og Nína erum á leið til Bostoniíu, til hennar Láru. Svo verður Ásdís vonandi heima líka og ég mæli með að Ólöf komi frá NY. Nú svo verða Silja og Erla líka á svæðinu á sama tíma. Þetta verður bara eins og saumó. Ég er ótrúlega spennt...
....í huganum er ég að æfa mig að kaupa gull skó, og fleiri skó og nokkrar tegundir af kremi. Ég ætla líka að heimsækja Roxy búð, já og auðvitað fá mér eitthvað nýtt í græju safnið. Kannski nýjar ísaxir....

föstudagur, október 06, 2006

daglegt líf

Það er nú aldeilis margt skemmtilegt búið að gerast í síðustu þessari viku. Nóg að gera í skólanum og nóg að gera í áhugamálunum. Það er alveg merkilegt hvernig kennurunum tekst alltaf að setja öll verkefni á sama tíma. Í þessari viku var eitt próf og ein ritgerð, í þeirri næstu eru tveir fyrirlestrar og tvær ritgerðir. Ætla samt ekkert að kvarta mikið því það er gaman að hafa mikið að gera. Tíminn líður hratt og áður en maður veit af eru komin jól. Inn á milli verkefnaskila gefst þó tími til að æfa dans og fara í jóga, ekki má gleyma því að á hverjum degi er skokkað. Það er nefnilega svo hollt og gott. Markmiðið er að bæta tímann á 10 km um nokkrar mín og skella sér svo í eitthvað gott hlaup s.s. Gamlárshlaup ÍR.
Ég upplifði eitt mjög merkilegt í dag. Ég naut augnabliksins út í ystu...Vísa SKULDAÐI MÉR pening!!! efast um að það eigi eftir að gerast aftur.
Annað skemmtilegt gerðist líka í dag. Er nefnilega kannski að fara til útlanda með Nínu ef ég fæ frí í skólanum. Krossa fingur og tær fyrir því.
Núna er Ölli á leiðinni til mín, við ætlum að eyða helginni á Akureyri. Það verður án efa skemmtilegt því öll fjölskyldan mín er þar saman komin. Á morgun verður farið í óvissuferð. Get nú bara ekki sagt annað en ég sé nokkuð spennt.